Erlendir fréttamiðlar segja leikkonuna Bridget Fonda óþekkjanlega, á fyrstu myndum sem náðst hafa af leikkonunni í meira en áratug.

Á myndunum sést leikkonan sinna erindum, afslöppuð í fasi.

Leikkonan Bridget Fonda var síðast ljósmynduð árið 2009 þegar hún sótti frumsýningu á kvikmynd leikstjórans Quentin Tarantino, Inglorius Basterds, með eiginmanni sínum, kvikmyndatónskáldinu Danny Elfman.

Bridget Fonda, sem í dag er 58 ára gömul, sló í gegn á tíunda áratugnum í kvikmyndum á borð við Single White Female (1992) og Jackie Brown (1997).

Hún ákvað að segja skilið við stjörnulífið árið 2002 og einbeita sér að fjölskyldulífi á búgarði fjölskyldunnar á Santa Barbara.

Skjáskot af Daily Mail

Bridget Fonda er barnabarn Henry Fonda, dóttir Peter Fonda og bróðudóttir leikkonunnar Jane Fonda.

Bridget Fonda á Óskarsverðlaunahátíðinni árið 2000.
Mynd/Getty