Baltasar Kormákur og breski stór­leikarinn I­dris Elba munu brátt vinna saman að glæ­nýrri Hollywood mynd sem mun bera nafnið „Beast,“ ef marka má frétta­flutning Hollywood Reporter um málið.

Í um­fjöllun miðilsins kemur fram að myndin sé í sama anda og kvik­myndin The Shall­ows. Þar eltist þraut­seigur há­karl við aðal­per­sónuna, en Blake Lively fór með hlut­verk henar. Í „Beast“ verður I­dris Elba eltur á röndum af ljóni.

Baltasar Kormákur er eins og al­þjóð veit öllum hnútum kunnugur þegar kemur að leik­stjórn Hollywood mynda. Hann hefur áður til að mynda leik­stýrt myndum líkt og 2 Guns, Adrift og E­verest.

Ekkert varð af fyrir­huguðu sam­starfi Elba og Baltasars við kvik­myndina Deeper, en líkt og fram hefur komið sagði Baltasar sig frá verk­efninu vegna á­sakana á hendur Max Landis, hand­rits­höfundar myndarinnar um kyn­ferðis­legt of­beldi.