Dóttir þeirra Harry og Meg­han fær ekki skírn í Windsor kastala vegna til­kynningar Harry um að hann muni brátt segja frá sinni sögu í sér­stakri ævi­sögu. Þetta full­yrðir breska götu­blaðið The Sun.

Greint var frá því á dögunum að Harry muni gefa út ævi­söguna á næsta ári. Hann á að skila fyrstu drögum að bókinni í októ­ber næst­komandi. Breski rit­höfundurinn Robert Job­son, sem sér­hæfir sig í konungs­fjöl­skyldunni, segir þetta geta sett babb í bátinn í skírn dótturinnar.

„Það hlýtur að teljast ó­lík­legt að skírnin muni fara fram þar,“ hefur miðillinn eftir Job­son. Annar sér­fræðingur í bresku krúnunni, Phil Dampi­er, tekur undir með Job­son.

Þá segja þeir að þetta sé sér­stak­lega ó­svífið þar sem um er að ræða 70 ára af­mæli valda­tíðar Elísa­betar á næsta ári (e. Qu­een’s Platinum Jubilee).

„Tíma­setningin gæti ekki verið verri. Ef Harry var að reyna að sættast við fjöl­skylduna þá hefði hann átt að gera sér grein fyrir að næsta ár snýst um af­mælið. Þannig tíma­setningin gæti ekki verið verri,“ segir hann.

„Að gera þetta sama árið er ó­trú­lega mikil van­virðing. Og það virðist sí­fellt ó­lík­legra að Elísa­bet muni verða við­stödd skírnina við Windsor kastala eins og Harry vill.“