Sam­fé­lags­miðla­stjarnan Kristján Einar Sigur­björns­son segist hafa verið stunginn tvisvar í hópslags­málum í fangelsinu á Spáni þar sem hann sat inni í rúma átta mánuði.

Kristján Einar, eða Kleini eins og hann er betur þekktur, opnar sig um þetta á sam­fé­lags­miðlinum Insta­gram. Þar hefur hann farið mikinn undan­farna daga.

Kristján Einar segir þar að hann ætli að opna sig upp á gátt um tímann í fangelsinu. Byrjaði hann í kvöld á að segja frá einni sögu en fyrr í gær­kvöldi sagði hann það af og frá að hann væri kominn í nýtt sam­band.

„Ein sagan er af því að ég var kominn í klíku með Pól­verjunum og þeir lánuðu síma til Spán­verjanna og þegar honum var skilað var raki í honum. Úr því varð riot,“ segir Kristján Einar.

„Fyrir þá sem vita ekki hvað riot er þá er það bara hópslags­mál á milli klíka. Í því rioti þá var ég stunginn tvisvar,“ segir sam­fé­lags­miðla­stjarnan og birtir mynd af sárinu.