Rob Lowe segist hafa séð Harry Bretaprins með hárið í tagli.

Leikarinn var að spjalla við spjallþáttastjórnandann James Corden og sagðist vera með svakalegt skúbb. Hann hefði séð samlanda hans, Harry Bretaprins, að keyra um hverfið sitt og að það hafi litið út fyrir að prinsinn væri kominn með smá hárlubba.

„Það leit út fyrir að hann væri með tagl. Það leit þannig út eins og að hárið hans væri orðið svolítið sítt og að hann hefði sett hárið upp í tagl,“ sagði Rob.

James Corden neitaði að trúa því að prinsinn myndi láta sjá sig með tagl. Þetta gæti ekki hafa verið Harry Bretaprins. Rob stóð þó fastur á sínu, hann hefði alveg pottþétt séð hann.

Harry hefur látið lítið á sér bera frá því að hann og Meghan Markle fluttu til Kaliforníu frá Bretlandi. Rob sagði að það væri afar sjaldgæft að sjá hann í hverfinu, nánast eins og að sjá Loch Ness skrýmslið.

Netverjar og bresk götublöð hafa skemmt sér konunglega við að myndskreyta frásögnina um taglið á Harry Bretaprins líkt og má sjá hér fyrir neðan.