Hin tuttugu og þriggja ára Allana Luke segist vera komin með nóg af karlmönnum á hennar aldri og langaði að kynnast eldri mönnum.

Loks hitti Allana stóru ástina í lífi sínu, hinn 56 ára gamla auðkýfingi, Jeff Winn, á stefnumótaforritinu Tinder, í október 2020.

Parið trúlofaði sig fyrir tveimur vikum síðan og lætur Allana aldursmuninn ekki trufla sig.

Heillast að eldri karlmönnum

Í samtali við The Mirror, segir Allana að það sem heilli hana mest við eldri karlmenn, er að þeir tala hreint út um tilfinningar sínar, í stað þess að leyna því hvernig þeim líður.

Hún segir þó einnig finna fyrir því að fólk horfi á þau, þar sem aldursmunurinn er augljósá þeim, og að fólk gerir ráð fyrir því að hún sé enn ein stelpan sem er að eltast við peningana hans.

„Ég skil vel að fólk hugsi það, en ég myndi samt vera með Jeff þrátt fyrir að hann myndi missa húsið og yrði gjaldþrota,“ segir Allana.

Mamma spennt

Allana segir frá því að mamma henni sé ótrúlega spennt fyrir sambandi hennar og Jeff, en móðirin líkir sambandi þeirra við samband Juliu Roberts í kvikmyndinni Pretty Woman.

Móðir Allönu er ekki sú eina sem samgleðst nýtrúlofaða parinu, heldur segir Allana frá því að vinir Jeff finnast hann vera hamingjusamari og heilbrigðari eftir að þau byrjuðu saman.

Parið býr í þessu stóra kastala sem er með ellefu svefnherbergjum.