Banda­ríski leikarinn Kyle MacLachlan hefur loksins opnað skjóðuna um skoðanir sínar á per­sónunni sinni, Trey MacDougal úr sjón­varps­þáttunum vin­sælu Sex and the City. Hann segir að sér hafi fundist hann ó­þolandi, eins og lík­legast flestum öðrum.

Það er banda­ríski slúður­miðillinn Perez­Hilton sem greinir frá þessu en eins og að­dá­endur muna eftir var það Char­lotte sem fór út með Trey, sem á yfir­borðinu leit út fyrir að vera hinn full­komni karl­maður, enda ríkur hjarta­læknir.

Char­lotte og Trey enduðu á að gifta sig eins og að­dá­endur muna eftir en Trey vildi hins vegar ekki börn og endaði á því að gefa Char­lotte barn úr pappa í at­riði sem er flestum að­dá­endum mjög eftir­minni­legt.

„Ég var reiður út í þennan gaur,“ segir leikarinn um at­riðið eftir­minni­lega. „Ég spurði leikarana og þeir sögðu bara að þetta væri fyndið og ég sagðist ekki vera viss um það en allt í góðu. Það var klár­lega hlið á Trey sem var al­gjör­lega án vitundar um fólkið í kringum sig. Og að­dá­endur áttu klár­lega rétt á því að þola mig ekki, ég þoldi mig ekki!“ segir leikarinn.