Banda­ríska söng­konan Kel­ly Clark­s­on segist alls ekki hafa séð skilnað sinn við um­boðs­manninn Brandon Black­stock fyrir í upp­hafi ársins. Söng­konan opnai sig í sínum eigin spjall­þætti, The Kel­ly Clark­s­on Show.

Fyrr­verandi hjónin skildu að borði og sæng í júlí síðast­liðnum. Kel­ly sagði í þættinum sínum að hún myndi lík­legast ekki geta rætt þetta eftir þetta í langan tíma.

„Eins og þið vitið hefur 2020 haft í för með sér miklar breytingar í mínu einka­lífi. Ég sá svo sannar­lega ekkert af því fyrir, en það sem ég er að kljást við er erfitt og felur í sér meira en bara hjartað mitt, það eru mörg lítil hjörtu við­loðandi þetta,“ sagði söng­konan.

Hún segir mark­mið þeirra fyrr­verandi hjúa að hugsa um börnin sín fyrst og fremst.

„Við vitum að það besta í þessari stöðu er að vernda börnin okkar og litlu hjörtun þeirra. Ég er venju­lega opin og tala um allt en í þessu til­felli mun ég ræða þetta lítil­lega hér og þar og hvernig þetta hefur á­hrif á mig sjálfa en mun senni­lega ekki kafa djúpt í þetta, því ég er bjarn­ynja og börnin mín eru í for­grunni.“

Hún segir að allir spyrji sig nú í sí­fellu hvort allt sé í góðu lagi. Hún segir að svo sé.