Stefán Páls­son, sagn­fræðingur, telur raf­í­þróttir ekki geta flokkast sem í­þróttir en hann tjáir sig um þetta á Twitter síðu sinni í dag. Þar deilir hann frétt mbl.is þar sem greint er frá því að FH-ingar ætli sér brátt að keppa í Leagu­e of Leg­ends.

Vin­sældir raf­í­þrótta hafa verið gífur­legar að undan­förnu og er þróunin hér­lendis í takt við þróunina er­lendis, þar sem milljónir á­horf­enda fylgjast með bestu spilurum í heimi keppa í ýmsum tölvu­leikjum eins og Coun­ter Stri­ke og Leagu­e of Leg­ends.

Þá hefur Lenovo deildin svo­kallaða farið fram hér­lendis undan­farna mánuði í boði Raf­í­þrótta­sam­taka Ís­lands og KR og Fylkir meðal annars tekið þar þátt. Ákvað Elko þannig að stofna rafíþróttadeild í kjölfar vinsældanna.

„Mögu­lega verð ég stjak­settur fyrir að segja þetta opin­ber­lega: en tölvu­leikja­spil verður ekki í­þrótt frekar en spurninga­keppni eða frí­merkja­söfnun, þótt þú klæðir þig í jogging­ga­lla með í­þrótta­fé­lags­merki á bakinu,“ ritar Stefán á Twitter eins og áður segir og myndast mikil um­ræða um málið í kjöl­farið.

Þannig bendir Sveinn Fr. Sveins­son á að í­þrótta­fé­lög taki sjálf á­kvörðun um þátt­töku í raf­í­þrótta­starfi og spyr hver nei­kvæða hliðin sé. „Fé­lögin taka sjálf þessa á­kvörðun, stóra málið að koma þessum börnum og ung­lingum í skjól, inn í starf með strúktúr, leggja á­herslu á heil­brigt líferni. Hreyfing hluti af prógramminu. Rímar á­gæt­lega við upp­eldis-og for­varnar­gildi í­þrótta­hreyfingarinnar.“

Stefán er hins­vegar ekki sann­færður og bætir hann sjálfur við í at­huga­semd við eigin færslu að saman­burðurinn við skák, sé ekki á rökum reistur.

„Fleiri en einn hafa nefnt skák í þessum spjall­þræði. En Í­þrótta­sam­bandið hefur ein­mitt ekki viður­kennt skák sem í­þrótt og skák­menn geta t.d. ekki orðið í­þrótta­menn ársins. Í lögum ÍSÍ er í­þrótt skil­greind sem „á­stundun líkam­legrar þjálfunar til keppni og heilsu­ræktar,“ ritar Stefán jafn­framt.