Fyrrverandi starfsmaður Buckingham-hallar, sem vill meina að Meghan Markle hafi lagt sig í einelti, vill að reglum um þagnarskyldu starfsmanna hallarinnar verði breytt. The Times fjallar um málið.

Umræddur starfsmaður vill geta svarað fyrir ásakanir sem búist er við að muni koma fram í Netflix-sjónvarpsþáttanna Harry & Meghan.

„Eina leiðin til þess að þetta endi fyrir fullt og allt er ef okkur yrði leyft að tala, og ef höllin mætti afneita þessum lygum,“ er haft eftir þessum fyrrverandi starfsmanni sem getur ekki komið fram undir nafni.

Þrátt fyrir þessi orð hefur Buckingham-höllin ákveðið að tjá sig ekki, né svara fyrir það sem mun koma fram í þáttunum.

Fyrsti hluti sjónvarpsseríunnar verður gefinn út á morgun og líkt og áður segir er búist við því að Harry og Meghan verði harðorð í garð hallarinnar.

Í stiklu úr þættinum má sjá sér­fræðinga segja að hatur fólks gagn­vart Mark­le hafa snúist um kyn­þátt hennar en einnig talað um þá stöðu sem þær konur sem giftast inn í fjöl­skylduna eru í.

„Ég gerði mér grein fyrir því að þau ætluðu aldrei að vernda mig,“ segir Mark­le í stiklunni.