Frekari sam­ræðna er þörf vegna öryggis­mála her­toga­hjónanna af Sus­sex með til­liti til flutninga þeirra til Kanada. Þetta segir Justin Tru­deau, for­sætis­ráð­herra Kanada, að því er fram kemur á vef BBC. Hann segir margt til að ræða.

Líkt og Frétta­blaðið hefur í­trekað greint frá standa nú við sam­ræður á milli konungs­fjöl­skyldunnar og nokkurra aðila líkt og breskra og kanadískra stjórn­valda, í kjöl­far þess að þau Harry og Meg­han til­kynntu að þau vildu meira fjár­hags­legt sjálf­stæði frá konungs­fjöl­skyldunni. Þá vilja þau eyða meiri tíma í Kanada.

Elísa­bet Bret­lands­drottning gaf í gær eigin­legt grænt ljós á á­kvörðun hjónanna en kom því á fram­færi í til­kynningu sinni til al­mennings í gær að margt væri enn ó­rætt, málin væru afar flókin.

Í sam­tali við kanadíska fjöl­miðla segir Tru­deau að Kana­da­búar styðji með­limi konungs­fjöl­skyldunnar sem vilji búa þar en „margar sam­ræður séu enn eftir“ vegna þess „hvernig það mun koma til með að líta út og hvað það mun kosta.“

Þá segir hann að kanadíska ríkis­stjórnin hafi ekki átt að­komu að málinu fyrr en núna vegna þess hvað það getur þýtt fyrir Kanada að hjónin flytji þangað. „Það er enn margt sem konungs­fjöl­skyldan á eftir að á­kveða og hjónin sjálf um hvernig þetta verður.“