Harry Breta­prins segir að lífið í bresku konungs­fjöl­skyldunni sé líkt og blanda af kvik­myndinni Truman Show og því að vera til sýnis í dýra­garði. Þetta sagði prinsinn í Armchair Expert hlað­varpinu nú á dögunum.

Þar viður­kennir Harry að hann hafi í­hugað að segja skilið við skyldur sínar fyrir bresku konungs­fjöl­skylduna snemma á tví­tugs­aldrinum. Var honum í­trekað sagt að byrgja hluti inni, brosa og halda á­fram með lífið.

Hann rifjar upp í við­talinu hvað hafi átt sér stað í huga hans árið 1997 þegar móðir hans, Díana prinsessa lést í bíl­slysi. „Ég vil ekki þetta starf, ég vil ekki vera hérna. Ég vil ekki gera þetta. Sjáðu hvað þetta gerði við mömmu,“ segir hann.

„Hvernig á ég að setjast niður og eignast konu og börn, þegar ég veit að þetta mun gerast aftur? Vegna þess að ég veit það. Ég hef séð á bak­við tjöldin. Ég hef séð við­skipta­módelið. Ég veit hvernig þessi starf­semi gengur og hvernig hún virkar. Ég vil ekki vera hluti af þessu,“ segir hann.

„Þetta er blanda af því að vera í Truman Show og að vera til sýnis í dýra­garði,“ segir prinsinn. Truman Show er kvik­mynd frá 1998 sem skartar Jim Car­rey í aðal­hlut­verki. Aðal­per­sónan, Truman, kemst hægt og bítandi að því að hann er sjálfur stjarnan í al­þjóð­legum raun­veru­leika­þætti.

„Stærsta vanda­málið fyrir mér var að þú erfir á­hættuna þar sem þú fæddist inn í þetta. Þú erfir á­hættuna sem fylgir því, og þú erfir alla anga þess án þess að hafa nokkuð um það að segja,“ segir hann. „Ég held að það sé mjög hættu­legur staður til að vera á ef þú ert ekki með val...því fólk mun segja, rétti­lega: „Hvað með það þó þú hafir ekki átt nokkurt val? Þetta eru for­réttindi!“

Segir Meg­han hafa séð þetta strax

Harry segir að eigin­kona sín, Meg­han Mark­le, hafi hvatt hann til að leita að­stoðar sál­fræðings. Þá hafi hann áttað sig á eigin van­líðan sinni og gamal­grónum til­finningum innra með sér.

„Hún sá þetta. Hún sá þetta strax. Hún sá að ég var að upp­lifa sárs­auka og að þeir hlutir sem ég hafði ekki stjórn á voru að gera mig reiðan. Þetta gerði mig tríti­lóðan,“ segir Harry. Hann segist hafa upp­lifað sam­band sitt við fjöl­miðla á gríðar­lega ó­sann­gjarnan hátt.

„Það voru þrjár stundir sem ég upp­lifði mig gjör­sam­lega hjálpar­lausan: Þegar ég var krakki í aftur­sætinu í bílnum hjá mömmu sem var elt af pappa­rössum; seinna var þegar ég var í Afgan­istan í Apache her­þyrlu; og þriðja skiptið var með konunni minni,“ segir hann. „Þetta voru þær stundir sem það að upp­lifa sig hjálpar­lausan var mjög sárs­auka­fullt. Það er mjög vont.“

Hann segir að þá hafi hann á­fellst sjálfan sig vegna þeirra for­réttinda sem fylgi því að vera í konungs­fjöl­skyldunni. „Ég nýt for­réttinda. Ég hef vett­vang til að tjá mig á. Ég hef á­hrif og ekki einu sinni ég get lagað þetta. Ég get ekki breytt þessu,“ segir Harry. Hann segir það hafi verið líkt og bóla að springa þegar „Þegar þú ferð að hugsa um þetta, þá fer þetta að taka toll.“