Amber Rose, fyrrverandi kærasta Kayne West fór ekki fögrum orðum um sinni fyrrverandi í hlaðvarpsþættinum No Jumper á dögunum.

Í þættinum var hún spurð út í samband hennar við Kayne, hvað hún hefði lært og hvaða hug hún bæri til hans í dag.

Rose reyndi eftir bestu getu að slíta nafn sitt frá sínum fyrrverandi.

„Ég lærði í raun ekkert af Kayne. Við erum tveir mjög ólíkir einstaklingar. Ég er tillitsöm manneskja, ég hef samúð og er góð. Þess vegna elskar fólk mig og þess vegna hafa allir sem ég hef verið í sambandi með elskað mig. Þú getur held ég ekki fundið manneskju sem hefur eitthvað slæmt um mig að segja, nema Kayne auðvitað. Ég er ekki eins og hann, alls ekki," sagði Rose.

Kayne West og Amber Rose voru par frá árinu 2008 til 2010.
Fréttblaðið/ Getty images.

Kayne og Trump eins og tvíburar

Þegar að þáttarstjórnandinn spurði hana út í aðdáun Kayne á Donald Trump, Bandaríkjaforseta viðurkenndi Rose að það kæmi sér ekki á óvart.

„Mér er alveg sama hvað Kayne gerir þessa dagana, hann er bara fyrrverandi kærasti fyrir mér. En ég trúi því vel að hann elski Trump. Þeir eru eins og tvíburar og eru bókstaflega sama manneskjan. Stundum hefur Trump sagt eða gert einhverja hluti og ég hef hugsað með mér, það er eins og þetta sé Kayne. Hann sér eflaust sjálfan sig í Trump og þess vegna elskar Kayne hann."

Amber Rose vakti at­hygli Kanye West í rapp­mynd­bandi sem hún kom fram í og voru þau kær­ustupar frá ár­inu 2008 til 2010. Parið hætti ekki saman á góðum nótum en í viðtali fyrir nokkrum árum sagðist Amber aldrei hafa sagt neitt neikvætt um West í fjölmiðlum þó að hann hafi stöðugt ráðist á hana á Twitter mörgum árum eftir að þau hættu saman. Henni hefur þó greinilega snúist hugur.

Kanye hefur margoft sagt að hann styðji Trump. Þegar hann ætlaði sjálfur í forsetaframboð í sumar var talið að Donald Trump hafi aðstoðað hann við að skila inn framboðsgögnum með réttum hætti á réttum tíma.