Sér­fræð­ing­ur í mál­efn­um bresk­u kon­ungs­fjöl­skyld­unn­ar seg­ir hegð­un Harr­y Bret­a­prins í garð fjöl­skyld­u sinn­ar í nýju við­tal­i „vand­ræð­a­leg­a“ og „ó­svífn­a“. Harr­y var gest­ur í hlað­varp­i leik­ar­ans Dax Shep­erd fyr­ir skömm­u þar sem hann rædd­i erf­ið­leik­an­a sem því fylgd­u að al­ast upp í kon­ungs­fjöl­skyld­unn­i.

„Það er ekki hægt að kenn­a nein­um um. Ég held að við ætt­um ekki að vera að leit­a að sök­u­dólg­um eða kenn­a nein­um um en þeg­ar kem­ur að upp­eld­i, ef ég hef upp­lif­að ein­hvers kon­ar þján­ing­u eða sárs­auk­a vegn­a þján­ing­ar eða sárs­auk­a sem kannsk­i fað­ir minn eða for­eldr­ar glímd­u við, þá ætla ég að sjá til þess að ég brjót­i vít­a­hring­inn og láti það ekki gang­a á­fram,“ sagð­i Harr­y í við­tal­in­u.

Þeir feðg­ar Karl, Vil­hjálm­ur og Harr­y.
Fréttablaðið/Getty

Hann seg­ist hafa ver­ið leng­i að átta sig á því að fram­kom­a föð­ur síns í sinn garð hafi hugs­an­leg­a átt ræt­ur að rekj­a til at­burð­a í lífi Karls Bret­a­prins. Þess­i um­mæl­i lögð­ust ekki vel í Rob­ert Job­son, ástr­alsk­an sér­fræð­ing í mál­efn­um kon­ungs­fjöl­skyld­unn­ar, sem seg­ir Harr­y hafa með þess­u ver­ið að gagn­rýn­a upp­eld­is­að­ferð­ir föð­ur síns og þar af leið­and­i Elís­a­bet­ar drottn­ing­ar og Fil­ip­us­ar prins.

„Að gagn­rýn­a föð­ur sinn fyr­ir upp­eld­ið og söm­u­leið­is drottn­ing­ar­inn­ar og Fil­ip­us­ar prins, sem er ný­bú­ið að jarð­a - hann var að miss­a afa sinn. Mér finnst þett­a bera vott um frem­ur ó­svífn­a hegð­un“, sagð­i Job­son í ástr­alsk­a morg­un­þætt­in­um Sun­ris­e.

Job­son hélt því fram að Karl hefð­i reynt að leit­a sátt­a við son sinn og eig­in­kon­u hans Meg­han Mark­le en út­lit væri fyr­ir að Harr­y hefð­i lít­inn á­hug­a á því. Harr­y líkt­i æsku sinn­i við kvik­mynd­in­a Trum­an Show frá 1998 með Jim Car­rey í að­al­hlut­verk­i, þar sem að­al­per­són­an átt­ar sig ekki á því að líf henn­ar er sjón­varps­þátt­ur. Hann sagð­i söm­u­leið­is að æsk­an hefð­i ver­ið líkt og að al­ast upp í dýr­a­garð­i.