Harry Breta­prins og Meg­han Mark­le eru húð­löt miðað við fram­leiðslu þeirra á sjón­varps-og hljóð­efni fyrir streymis­veiturnar Net­flix og Spoti­fy. Þetta full­yrðir blaða­konan Dani­ela Elser í pistli í ný­sjá­lenska blaðinu New Zea­land Herald.

Her­toga­hjónin skrifuðu undir samning við streymis­veiturnar í septem­ber árið 2020, ör­fáum mánuðum eftir að hafa sagt skilið við konungs­fjöl­skylduna. Fjór­tán mánuðum síðar bólar ekkert á neinu efni.

„Þau lofuðu því að þau myndu fram­leiða efni sem myndi upp­lýsa en einnig blása al­menningi byr í brjóst. Eins frá­bært og þetta var, hvar er þetta?“ spyr blaða­konan sem skrifar fréttir af konungs­fjöl­skyldunni.

Harry og Meg­han hafa meðal annars til­kynnt að þau hafi í bí­gerð teikni­mynda­þættina Pearl og heimildar­mynd Harry um Invictus leikana. Blaða­konan Elser setur spurninga­merki við það hve mikill á­hugi er á báðum verk­efnum.

„Þetta hljómar eins og þetta verði mjög fal­legt og öflugt efni á pappír en hljómar alls ekki eins og eitt­hvað sem mun kveikja í á­horf­endum eða Hollywood.“