Harry og Meg­han hafa skotið sig í fótinn með því að hafa í­trekað rætt sam­bönd sín við konungs­fjöl­skylduna og þau Vil­hjálm og Katrínu á opin­berum vett­vangi. Sam­bandið verði ekki lag­fært í kjöl­farið, að sögn Ian Lloyd sem fylgst hefur með fjöl­skyldunni um ára­bil. Breska götublaðið The Sun greinir frá.

Reglu­lega hefur verið fjallað um stirð sam­skipti bræðranna Harry og Vil­hjálms. Harry ræddi stirt sam­bandið á opin­skáan hátt við Opruh Win­frey í fyrra og Ian segir að úr sam­bandinu verði ein­fald­lega ekki bætt úr þessu.

„Ég bara sé það ekki gerast, sér­stak­lega vegna Vil­hjálms. Það var allt þetta með Katrínu og Meg­han grátandi í brúð­kaupinu þarna hjá Opruh,“ segir Ian.

„Ég held þau hafi skotið sig í fótinn með Vil­hjálm og Katrínu, ég held þau muni ekki ná til þeirra, ekki nærri því,“ segir sér­fræðingurinn. Hann segir að mögu­lega geti sam­bandið batnað ef Harry og Meg­han kæli við­töl sín og um­mæli um sam­bandið í fjöl­miðlum.