Banda­ríska leik­konan Glenn Close segist enn­þá vera gáttuð á því að Gwyneth Paltrow hafi fengið Óskars­verð­laun fyrir hlut­verk sitt í kvik­myndinni Shakespeare in Love árið 1999. Hægt er að horfa á við­tal við leik­konuna hér neðst.

Leik­konan segir að sér þyki Akademían hafa valið vit­laust það árið. Hún segir að sitt val hefði verið hin 91 árs gamla leik­kona Fernanda Mon­tenegro sem til­nefnd var sama ár fyrir leik sinn í kvik­myndinni Central Station.

„Mér finnst í allri hrein­skilni að það að vera til­nefnd af kollegum þínum sé það besta sem hægt sé að óska sér. En að því sögðu, hef ég aldrei skilið hvernig þú átt að bera saman frammi­stöður, skilurðu mig?“ segir hún.

„Ég man þegar Gwyneth Paltrow sigraði yfir þessa ó­trú­legu leik­konu sem var í Central Station og ég hugsaði bara: „Ha?! Þetta meikar ekki sen­se!“

„Þannig að ég held að það skipti miklu máli hvernig hlutrnir hafa verið, þú veist, hvort að þetta hafi vakið at­hygli og þannig. Hversu mikinn pening þurftu þau að setja í kynningu og þess háttar.“