Lífið

Segir George hafa framið sjálfsmorð

Kærasti söngvarans er þess fullviss að söngvarinn hafi fallið fyrir eigin hendi.

Poppgoðið George Michael fannst látinn á heimili sínu jóladag 2016, en það var Fadi Fawas unnusti hans sem fann hann andvana. Hann segir söngvarann hafa svipt sig lífi. Fréttablaðið/Getty

Poppgoðið George Michael lést á jóladag árið 2016 en hann fannst látin á heimili sínu. Sambýlismaður hans, Fadi Fawas, sem fann hann lífvana í rúmi sínu sagði söngvarann hafa svipt sig lífi en ekki hafa látist af náttúrulegum orsökum líkt og réttarlæknir hafði áður úrskurðað um. 

Söngvarinn var einungis 53 ára þegar hann lést. George Michael hóf feril sinn með dúettinum Wham en sló síðar rækilega í gegn þegar hann hóf sólóferil sinn á níunda áratug síðustu aldar. Fréttablaðið/Getty

Staðhæfingar kærastans um dánarorsök Georgs Michael komu fram í nýlegu viðtali við tímaritið The Sun en þar greinir Fadi frá atburðarásinni jóladaginn örlagaríka. Hann segir George hafa verið látinn í sólarhring áður þegar hann kom að honum.

„Ég er dauðþreyttur á að svara spurnginum fólks um hvað gerðist eiginlega. Ég er þess fullviss að George hafi framið sjálfsmorð á aðfangadag, en það var afmælisdagur móður hans, það er ákveðin vísbending. Það má ekki gleyma því að George átti fimm sjálfsvígstilraunir að baki sem setur andlát hans í annað samhengi,“ – segir Fadi í tölvupósti sem fréttamiðillinn The Sun hefur undir höndum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Mynd­band: PewDi­ePi­e lét sér ekki leiðast á Ís­landi

Lífið

YouTu­be-par fagnaði ástinni hér á Fróni

Lífið

​Friðrik Ómar, Tara og Kristina áfram í úrslit

Auglýsing

Nýjast

Dor­rit hæst­á­nægð með Nan­cy Pelosi

Borgar­full­trúi pirrar sig á RÚV appinu

Allir flokkar sýndir í beinni eftir mót­mæli Hollywood

Raddirnar verða að heyrast

Hanna flíkur úr ó­nýttum efna­lagerum

Eftir hundrað ár munu fleiri leika sér

Auglýsing