Konungs­fjöl­skyldan vill ganga í skrokk á Harry Breta­prinsi vegna Megxit, eða það segir Mike Tindall grín­isti og vinur Harry. The Sun greinir frá um­mælunum, en nokkuð ljóst er að um grín er að ræða.

Mike, sem er gömul rúg­bí goð­sögn, ræddi vin­áttu þeirra Harry fyrir opnum sal á sér­stökum í­þrótta­við­burði í London. Þar út­skýrði hann að rúg­bílands­lið Eng­lands hefði leikið sér að því að ráðast á Harry þegar prinsinn mætti á djamm lands­liðsins í kjöl­far sigur þess á heims­meistara­mótinu 2003.

Til­gangurinn að sögn Mike var að kanna hve fljótir líf­verðir prinsins yrðu að skarast í leikinn. Segir Mike að þeir hafi brugðist skjótt við.

„Í Balmor­e kastala er konungs­fjöl­skyldan núna að eiga í sömu sam­ræðum og við liðs­fé­lagarnir,“ sagði grín­istinn. „Fyrir utan það að drottningin er búin að hirða af honum öryggis­gæsluna.“

Fyrr á árinu kvörtuðu Harry og Meg­han sáran yfir því að konungs­fjöl­skyldan heð­fi neitað þeim um að greiða á­fram fyrir öryggis­gæslu þeirra.

Harry ásamt Mike Tindall, góðvini sínum og eiginkonu hins síðarnefnda, reiðkonunni Zöru Phillips.
Fréttablaðið/Getty