Elísa­bet Breta­drottning hefur undan­farið hætt við opin­berar upp­á­komur en læknar hennar hafa ráð­lagt henni að taka því ró­lega. Hún hefur lagst inn á spítala til „bráða­birgða­rann­sókna“ að sögn tals­manna hennar.

Það er þó ekki á­stæða til að óttast um heilsu hennar segir breski for­sætis­ráð­herrann Boris John­son. „Ég ræddi við hennar há­tign og hún er við hesta­heilsu. Hún þarf bara að fylgja fyrir­mælum lækna sinna og hvílast og ég held að það sé aðal­at­riðið. Ég held að allt landið óski henni vel­farnaðar,“ segir hann.

Boris John­son hefur litlar á­hyggjur af heilsu drottningarinnar.
Fréttablaðið/Getty

„Eftir að drottningunni var ráð­lagt fyrir skömmu að hvílast í nokkra daga, hafa læknar hennar há­tignar ráð­lagt henni að taka því ró­lega í minnst tvær vikur,“ sagði í yfir­lýsingu frá Bucking­ham­höll í gær. „Læknarnir hafa ráð­lagt hennar há­tign að stunda einungis létt skrif­stofu­störf á þessum tíma, þar á meðal í gegnum fjar­fundar­búnað, en ekki fara í neinar opin­berar heim­sóknir.“

Fyrstu vís­bendingar um heilsu­leysi drottningar bárust fyrr í mánuðinum er hún hætti að læknis­ráði við ferð til Norður-Ír­lands. Hún tekur ekki þátt í lofts­lags­ráð­stefnunni COP26 sem hefst í Glas­gow í Skot­landi á morgun líkt og til stóð. Að sögn breskra fjöl­miðla hafa læknar hennar ráð­lagt hinni 95 ára gömlu drottningu að hætta reið­mennsku og á­fengis­drykkju.