Thomas Mark­le, faðir Meg­han Mark­le, her­toga­ynjunnar af Sus­sex, segir að bréf hennar til sín hafi í raun „borið merki um enda­lok sam­bands okkar, ekki sættir.“ Þetta sagði hann frammi fyrir dómara í dag vegna mála­ferla dóttur sinnar gegn breska blaðinu Mail on Sunday.

Líkt og Frétta­blaðið hefur greint frá snúast mála­ferli Meg­han um bréfið góða sem breski slúður­miðillinn birti í heild sinni árið 2019. Thomas hefur áður sagt að á­kvörðun hans um að leka bréfinu hafi verið til­komin vegna um­mæla vina Meg­han um sig í US We­ekly.

Guar­dian gerir orðum Thomasar frá því í dag skil. Þar segist hann vís­vitandi hafa haldið aftur meiri­hluta bréfsins, vegna þess að allt bréfið hefði látið dóttur hans „líta hræði­lega út.“ Hann segist hafa orðið að bregðast við lygum vina Meg­han, sem hann segir hafa gefið í skyn að hann væri ó­heiðar­legur en þeir sögðu hann meðal annars hafa beðið hana um pening.

Þá sagði hann að orð Meg­han sem hún hefur áður látið falla opin­ber­lega, um að í bréfinu hafi falist af­sökunar­beiðni og sáttar­tónn af hennar hálfu, vera hel­bera lygi.

„Þetta bréf var ekki til­raun til sátta. Þetta var gagn­rýni á mig. Bréfið sagði ekki að hún elskaði mig. Hún spurði mig ekki einu sinni hvernig ég hefði það. Það fjallaði ekkert um þá stað­reynd að ég hafði ný­lega fengið hjarta­á­fall og engin spurning varðaði heilsu mína. Þetta var í raun og veru enda­lok sam­bands okkar, ekki sættir,“ sagði Thomas.