Cait­lyn Jenner tjáir sig nú um meint ó­dæði leikarans og ruðnings­mannsins fyrr­verandi O.J Simp­son sem komust í heims­fréttirnar þegar réttað var yfir honum vegna morðs á fyrr­verandi eigin­konu hans, Nico­le Brown Simp­son árið 1995. Hún segir alla hafa vitað af sekt hans.

Jenner tjáði sig um málið í raun­veru­leika­þættinum I'm A Celebrity..Get Me Out Of Here þegar þátta­stjórn­endur spurðu hana ein­fald­lega út í málið. Cait­lyn var þá gift Kris (Kardashian) Jenner og var fyrr­verandi eigin­maður þeirrar síðarnefndu, Robert Kar­dashian, einn af lög­mönnum leikarans.

„Ég hitti Nico­le tveimur dögum áður en hún var myrt. Þetta var besti vinur Kris. Við vorum í miðjunni á þessu öllu saman. Fyrr­verandi eigin­maður Kris, Robert, var svara­maður í brúð­kaupinu þeirra. Þetta var slæmur tími fyrir alla, mjög erfitt,“ svaraði Cait­lyn.

O.J var á endanum fundinn sak­laus af kvið­dómi í réttar­höldunum víð­frægu. „Við vissum hvað gerðist og þessi réttar­höld voru brandari. Og þegar dómurinn var kveðinn upp sneri Kris sér að mér og sagði við mig: „Við hefðum átt að hlusta á Nico­le frá byrjun, hún hafði rétt fyrir sér.“

Þá var Cait­lyn spurð að því blá­kalt hvort Robert hefði þá vitað hið sanna í málinu, að O.J hafi framið morðið. „Ég meina, það er ekki mögu­leiki að hann hafi ekki vitað þetta.“