Breski leikarinn Tom Hidd­leston mætti í gær­kvöldi í heim­sókn til banda­ríska spjall­þátta­stjórnandans Stephen Col­bert og þar fóru þeir yfir víðan völl en bar hæst um­ræða um glæ­nýju þættina um guðinn Loka sem væntan­legir eru á streymis­veituna Dis­n­ey+.

„Á árunum síðan A­ven­gers: Infin­ty War og A­ven­gers: End­game,“ sagði Hidd­leston.

„Hef ég verið spurður tveggja spurninga: Er Loki í al­vöru dauður og hvað er Loki að gera við þennan tening?“ segir leikarinn og vísar þar í sögu­þráð nýjustu myndarinnar um Hefn­endurna svo­kölluðu.

„Sjón­varps­þátta­röðin mun svara báðum þessum spurningum,“ sagði leikarinn svo en hafði viður­kennt að hann gæti í rauninni ekki sagt neitt meira. Col­bert reyndi að grilla hann og spyrja hann meðal annars út í tíma­ferða­lög.

„Geturðu þá sagt mér hvað þetta er ekki?!“ spurði hann við litlar undir­tektir leikarans. Ekkert hefur verið gefið upp um það hvenær nákvæmlega þættirnir koma út, annað en að þeir séu nú í framleiðslu og fylgja eftir ævintýrum guðsins.