Lafði Viktoría Her­vey segir að þau Harry og Meg­han hafi gift sig allt of snemma. Hún segist alls ekki sjá fram á að hjóna­bandið endist, að því er haft er eftir henni á vef breska götu­blaðsins Daily Mail.

Full­yrðir Viktoría, sem eitt sinn átti í ástar­sam­bandi við Andrés Breta­prins og býr nú í Los Angeles, að hún hafi séð það fyrir að her­toga­ynjan myndi vilja flytja aftur til Banda­ríkjanna.

Harry og Meg­han hittust á blind­stefnu­móti í júlí 2016. Þau trú­lofuðu sig að­eins rúm­lega ári síðar, í ágúst 2017, þremur mánuðum áður en þau til­kynntu það í nóvember sama ár. Þau giftu sig síðar í maí 2018.

Full­yrti Omid Scobie í bókinni Finding Freedom að bróðir Harry, Vil­hjálmur Breta­prins, hefði sagt honum að taka sér meiri tíma í að kynnast Meg­han. Það hafi valdið deilunum sem bresk götu­blöð keppast í­trekað uum að fjalla um.

Lafði Viktoría er vel tengd inn í bresku konungs­fjöl­skylduna sam­kvæmt breska miðlinum. Hún er góð­vin­kona guð­dóttur Karls Breta­prinsar, Töru Pal­mer-Tom­kin­son. „Þau voru alltaf að ferðast eitt­hvað. Þau gerðu þetta allt­of fljótt,“ segir hún.

„Þess vegna gengur sam­band Katrínar og Vil­hjálms svona vel - þau voru saman í svo langan tíma áður en þau giftu sig,“ segir Viktoría.