Leikarinn og fyrrum ríkis­stjórinn Arn­old Schwarzeneg­ger var í bíl­slysi í Los Angeles seint í gær­kvöldi. Í er­lendum miðlum kemur fram að alls hafi fjórir bílar verið í á­rekstrinum og að einn hafi slasast og verið fluttur á slysa­deild, en ekki í lífs­hættu.

Myndir af vett­vangi sýna svartan jeppa sem er ofan á tveimur minni bílum á gatna­mótum í Brentwood hverfinu. Leikarinn sést standa nærri bílunum á myndunum.

Á vef breska ríkis­út­varpsins kemur fram að lög­reglan hafi ekki hand­tekin neinn og að þau hafi úti­lokað notkun vímu­efna eða á­fengis hjá öku­mönnum.

Tals­maður Schwarzeneg­ger hefur stað­fest að hann ók svarta jeppanum sem sást á myndunum þegar slysið átti sér stað. Þá sagði hann Schwarzeneg­ger heilan á húfi og að hann hafi rætt við bæði lög­reglu og mann­eskjuna sem slasaðist í slysinu.

Vef ABC um málið en þar má sjá myndskeið af slysstað.