Um­mæli leikarans Magnúsar Scheving um að það fæli í sér of­beldi að neita maka um kyn­líf hafa farið eins og eldur í sinu um Twitter.

„Of­beldi getur alveg verið þannig að þú ert giftur og við­komandi fær ekki kyn­líf hjá hinum, það getur verið of­beldi,“ sagði Magnús í hlað­varpi Begga Ólafs fyrr í vikunni.

Twitter not­endur eru ekki á sama máli og Magnús og taka flestir undir þá stað­hæfingu að það sé alls ekki of­beldi að vilja ekki sofa hjá mann­eskju þegar á­huginn er ekki fyrir hendi

Ein­hverjir hafa bent á skila­boð sem fram komu í her­ferðinni Sjúk ást þar sem kemur skýrt fram að það sé of­beldi að halda því fram að ein­hver skuldi annarri mann­eskju kyn­líf.

Afsakanir

Magnús baðst af­sökunar á orðum sínum í morgun og sagði orðin hafi komið „ó­boð­lega út úr honum“.

Nokkrir Twitter not­endur hafa brugðist við af­sökunar­beiðni Magnúsar og segja yfir­lýsinguna vera verri en ef hann hefði þagað.

Ýmsir henda gríni að um­mælum Magnúsar og veltir einn Twitter notandi fyrir sér hvort í­þrótta­álfurinn hafi fellt tár yfir grísku kómedíunni Lýsiströtu, sem fjallar um hvernig konur enduðu stríð með því að neita mönnum um kyn­líf.