Sau­tján stúlkur frá Húsa­vík hafa verið valdar til að syngja lagið Husa­vik með sænsku söng­konunni Molly Sandén í sér­stöku mynd­bandi sem sýnt verður á Óskars­verð­launa­há­tíðinni þann 26. apríl næst­komandi. Sandén var flogið frá Sví­þjóð til Akur­eyrar í einka­þotu og er væntan­leg til Húsa­víkur.

Eins og al­þjóð veit er lagið úr Euro­vision myndinni til­nefnt til Óskars­verð­launa. Venja er að lög sem til­nefnd eru séu flutt á sjálfri verð­launa­há­tíðinni. Fram kemur í Viku­blaðinu að vegna hertra sótt­varnar­reglna á há­tíðinni er út­séð með að sænska söng­konan komist til Banda­ríkjanna.

Hefur miðillinn eftir Kristjáni Þór Magnús­syni, sveitar­stjóra Norður­þings, að at­burða­rásin hafi farið af stað um miðja viku. Þá hafi allt verið sett á fullt. Sandén flogið til Akur­eyrar í einka­þotu eftir að nei­kvætt CO­VID-19 próf var raunin og annað sýni tekið á Akur­eyri.

Það verða sau­tján stúlkur úr 5. bekk Borgar­hóls­skóla á Húsa­vík sem munu syngja með sjálfri Sandén í mynd­bandinu. Hefur Viku­blaðið eftir Ástu Magnús­dóttur, kór­stjóra stúlkna­kórsins að hún sé hoppandi kát enda „[e]kki á hverjum degi sem hús­vískur stúlkna­kór syngur á Óskars­verð­launa há­tíðinni sem sjón­varpað er beint um allan heim.“

Hljóð­upp­tökum hefur verið lokið en mynda­tökur munu hefjast klukkan 15:00 í dag. Kristján Þór segir að veitt hafi verið undan­þágu­leyfi fyrir flug­elda­sýningu fyrir mynd­bandið en tökur munu fara fram á hafnar­svæðinu á Húsa­vík.