Hinn sau­tján ára gamli Kon­ráð Darri Birgis­son er að gera góða hluti sem takta­smiður í al­þjóð­lega hip-hop heiminum. Kon­ráð, sem gengur undir lista­manns­nafninu Kid Krono, er sonur ljós­myndarans Elísa­betar Davíðs­dóttur en þau mæðgin búa á­samt stjúp­föður Kon­ráðs í Willi­ams­burg hverfinu í Brook­lyn, New York.

New York Times fjallaði um Kon­ráð sem kveðst þó ekki vera mikið vera fyrir það að monta sig við bekkjar­fé­laga sína, en hann stundar nám við mennta­skóla í Greenwich Villa­ge.

„Ég er ekki ein­n af þeim sem hefur gaman af því að monta sig. En ég ætti kannski að segja djass­kennaranum mínum frá þessu,“ segir Kon­ráð.

Hann hefur þegar tekið þátt í að fram­leiða tvö vin­sæl hip-hop lög, Louis Bags með Kanye West, og Dead Wrong með EST Gee og Fu­ture.

Sendi þeim skilaboð á Instagram

Kon­ráð kveðst hafa skrifað lista með öllu því fólki sem hann vildi vinna með og sent þeim skilaboð á Instagram. Boltinn fór svo að rúlla þegar fram­leiðandinn JW Lewis svaraði honum og spurði hvort hann ætti ein­hverjar lag­línur fyrir mögu­legt Kanye West lag. Kon­ráð sendi Lewis nokkrar hugmyndir en heyrði svo ekkert meira þar til hann heyrði lag­línuna sína í hlustunarpartýi fyrir nýjustu plötu Kanye West, Donda 2.

„Þetta var klár­lega eitt magnaðasta augnablik sem ég hef upplifað,“ segir Konráð.

Þrátt fyrir ungan aldur hefur Kon­ráð tölu­verða reynslu af tón­list en lærði snemma að spila á hljóm-borð og nota tón­listar­for­rit og setti sitt fyrsta lag á Youtu¬be að­eins 7 ára gam¬all. Hann kveðst vinna að tón­listinni utan skóla og milli kennslu­stunda og er með sterkar skoðanir á tón­list.

„Mig langar til að fara að­eins út fyrir kassann og bæta við til­rauna­kenndum hlutum við hip-hop af því mér finnst hip-hop vera svo eins­leitt þessa dagana,“ segir hann.