Einn þriggja manna sem hand­tekinn var í kjöl­far dauða rapparans Mac Miller árið 2018 hefur komist að sam­komu­lagi við sak­sóknara um að hann játi sekt sína að hluta og af­pláni 17 ár í fangelsi.

Maðurinn, hinn 48 ára gamli Stephen Walter, hefur játað að hafa komið pillum sem inni­héldu fenta­nýl í sölu og enduðu að lokum í höndum Millers. Voru pillurnar seldar undir því yfir­skini að um oxycodone væri að ræða.

Walter var milli­liður í við­skiptunum og seldi hann pillurnar til ein­stak­lings sem á­fram­seldi þær til Millers. Tveir aðrir menn sem á­kærðir voru hafa neitað sekt í málinu og verður réttað yfir þeim á næsta ári.

Miller fannst látinn á heimili sínu í Kali­forníu í septem­ber 2018, en hann var 26 ára gamall. Fyrsta plata hans, Blue Sli­de Park, kom út árið 2011 og fór hún beint í efsta sæti Bill­board-vin­sældar­listans. Krufning leiddi í ljós að Miller hafði neytt á­fengis, kókaíns og fenta­nýls fyrir and­lát sitt.