Er­lendir sem inn­lendir net­verjar keppast við að lýsa harmi sínum á sam­fé­lags­miðlum eftir að í ljós kom að lagið Husa­vik úr Euro­vision kvik­myndinni hreppti engan Óskar í nótt. Einn segir að lagið hefði hlotið styttuna hefði al­menningur fengið ein­hverju ráðið.

Eins og Frétta­blaðið hefur greint frá var það lagið Fig­ht for you úr kvik­myndinni Judas and the Black Messiah sem hreppti styttuna eftir­sóttu. Molly Sandén og stelpurnar frá Húsa­vík hafa hins­vegar slegið í gegn.

„Miður mín að Husa­vik hafi ekki unnið Óskar fyrir besta lag! Ef lýðurinn hefði kosið hefði það unnið stór­sigur,“ skrifar Victoria Cu­bie nokkur.

„Husa­vik var RÆNT,“ skrifar annar net­verji í há­stöfum. „Miður mín fyrir Molly Sanden og teymið á bak­við Husa­vik, þessi frammi­staða ein og sér á skilið Óskar. Við ættum að sjá þetta á Euro­vision 2021!“ skrifar Matt nokkur.

Fleiri tíst sár­svekktra net­verja má sjá hér að neðan: