Leik­konan Sarah Jessi­ca Parker lætur enn sem enginn á­greiningur sé á milli hennar og leik­konunnar Kim Cattrall, en Cattrall verður ekki með í endur­komu Sex and the City eða Beð­mála í borginni.

Í gær var til­kynnt að ný þátta­sería af Beð­málum í borginni hefði göngu sína bráð­lega á HBO Max. Í þetta skipti mun hin ó­borgar­lega Samantha Jones, sem leikin er af Cat­rall, hins vegar ekki koma fram í þáttunum.

Að­dá­endur þáttanna segjast sakna Samönthu sárt, enda einn eftir­minni­legasti karakter seríunnar. Parker, sem fer með hlut­verk Carri­e, sam­sinnti því í at­huga­semd við færslu á Insta­gram og sagði að stöllurnar myndu einnig sakna hennar. „Við elskuðum hana svo mikið,“ í­trekaði Parker.

Beðmál í borginni hóf göngu sína árið 1998.
Fréttablaðið/Getty

Skildu Cattrall út undan

Það hefur þó ekki farið fram hjá mörgum að­dá­endum þáttanna að ekki er sér­lega hlýtt milli Cat­rall og Parker. Eftir að þættirnir luku göngu sinni kvaðst Cattrall ekki líta á með­leik­konur sínar sem vin­konur enda hafi þær ætíð skilið hana út­undan og þá sér­stak­lega „hin gervi­lega“ Parker.

Ekki skánaði sam­bandið eftir að Cattrall neitaði að taka þátt í þriðju kvik­myndinni um Sex and the City. Parker til mikils ama. Parker hafði þegar boðað gerð myndarinnar en hafði að sögn Cattrall aldrei fengið sam­þykki hennar.

Ekki vinkonur

Þegar Cat­rall missti bróðir sinn í febrúar árið 2018 hraunaði hún opin­ber­lega yfir Parker fyrir að votta henni sam­úð. „Þú ert ekki vin­kona mín,“ skrifaði Cattrall sem kvaðst ekki vilja taka þátt í í­mynda­sköpun fyrrum með­leik­konu sinnar.

Cattrall sagði fjöl­skyldu sína vera á sama máli og bað hún „hræsnarann“ Parker í eitt skipti fyrir öll að láta sig og fjöl­skylduna í friði.

Gera má ráð fyrir að Cattrall hafi ekki viljað vera með í nýjustu þátta­röðinni um vin­konurnar fjórar í New York. Nýju þættirnir, sem verða tíu talsins, munu því fjalla um hvers­dags­lífið og vin­áttu Carri­e, Mirandu og Char­lotte á fimm­tugs­aldrinum. Tökur eiga að hefjast í New York í vor.