Eva Rún Snorra­dóttir vann Góða ferð inn í gömul sár þegar hún var eitt af leik­skáldum Borgar­leik­hússins og segir hún hug­myndina hafa kviknað þegar hún sá þátt í sjón­varpsseríunni Svona fólk sem til­einkaður var HIV-far­aldrinum.

„Ég held að ég hafi ekki verið ein um það að fyllast af ein­hverjum eld­móði. Ég held að allir hafi bara fengið marg­laga sjokk. Þetta var svo magnaður þáttur og ég fékk bara rosa­legt sjokk af því að hafa vitað svona lítið um þetta. Þó að ég hafi verið of lítil til að upp­lifa þetta, ég var bara eins árs þegar fyrsta HIV-smitið greindist á Ís­landi, og þó að ég sé ekki hommi þá er þetta bara svo mikil hin­segin saga, saga okkar réttinda og okkar fólks,“ segir hún.

Fórstu í mikla rann­sóknar­vinnu á HIV-far­aldrinum og þessu tíma­bili?

„Já, megnið af Co­vid-far­aldrinum sat ég og las um al­næmis­far­aldurinn. Þetta voru rosa­lega skrýtnir tímar. Að fara í fyrsta skipti í heim­sókn til HIV Ís­land í þeirra hús­næði með grímu á há­punkti Co­vid var rosa­lega ein­kenni­legt.“

Megnið af Co­vid-far­aldrinum sat ég og las um al­næmis­far­aldurinn. Þetta voru rosa­lega skrýtnir tímar.

Þaggað niður

Eva Rún segir margt hafa komið sér á ó­vart þegar hún kynnti sér HIV-far­aldurinn á Ís­landi og þá einna helst hversu mikil á­hrif hann hafði á allt sam­fé­lagið.

„Maður vissi að það hefðu verið for­dómar, maður vissi að þessir menn hefðu staðið einir en stærðin á því öllu kom mér svo ó­trú­lega mikið á ó­vart. Hvernig var að vera heil­brigðis­starfs­maður á þessum tímum, ég hafði ekki sett mig inn í þá sögu og af­leiðingarnar af far­aldrinum. Það var bara í raun mjög skammar­legt hvað ég vissi lítið en það er ekki bara mitt heldur hefur bara ó­trú­lega lítið verið talað um þetta. Það er bæði lík­lega vegna þess að sárin eru enn þá svo stór og hafa enn ekki gróið en það helst náttúr­lega í hendur við að það hefur ekkert verið fjallað um þetta, það hefur aldrei komið nein af­sökunar­beiðni frá yfir­völdum og það er bara pínu þaggað niður,“ segir hún.

Eva Rún bætir því við að HIV-far­aldurinn hafi verið mikið á­fall fyrir sam­fé­lagið, en hafi þó ekki verið með­höndlaður sem slíkt auk þess sem HIV er enn til staðar og for­dómarnir sömu­leiðis.

Flókið og marg­radda verk

Á ferli sínum sem sviðs­lista­kona hefur Eva Rún sér­hæft sig í þátt­töku­verkum, meðal annars með sviðs­lista­hópunum Kviss Búmm Bang og 16 elsk­endum. Að sögn Evu sver Góða ferð inn í gömul sár sig í ætt við verk þessara hópa en það er tví­skipt og saman­stendur annars vegar af hljóð­verki sem á­horf­endur hlusta á í ein­rúmi og hins vegar af sam­veru­stund sem á­horf­endur mæta á í Borgar­leik­húsinu.

„Þetta er svo gígantískt efni að það er ekki hægt að af­greiða það með ein­hverju ein­földu, ein­róma verki. Þetta er svo­lítið flókið, krefjandi og marg­radda. Fólk fær fyrsta hlutann sendan heim til sín með tölvu­pósti og mjög skýrar leið­beiningar og hlustar í öruggu rými á heimilda­partinn af þessu, sem er klukku­tíma langt hljóð­verk. Það eiga allir á­horf­endur að hlusta á sama tíma og svo á fólk að mæta niður í Borgar­leik­hús klukkan 8. Þar verður stund þar sem fólk úr hin­segin­senunni er búið að taka yfir Nýja sviðið,“ segir hún.

Eva Rún bætir því við að þátt­taka á­horf­anda sé ekki krefjandi, heldur sé þetta upp­lifunar­verk. Góða ferð inn í gömul sár sam­einar þannig margar ó­líkar til­finningar og upp­lifanir um sögu HIV-far­aldursins og sögu hin­segin fólks á Ís­landi.

„Þetta er sam­vera og það er mikil gleði og partí en frá því að ég fór að vinna verkið hefur komið bak­slag í réttindum sam­kyn­hneigða. Þannig að við erum ekki bara að fagna heldur er margt sem þarf að skoða. Þetta er ekki bara gleði­partí en er það samt líka. Við fögnum þeim sem koma á verkið, á­horf­endur eru okkar fólk þannig að við erum þarna saman að heiðra lífið,“ segir Eva Rún.

Að sökkva sér niður í þetta efni er bara mjög á­takan­legt. Það þarf að fara mjög var­færnis­lega að því og það tekur á alla sem upp­lifðu þessa tíma að tala um þá.

Ekki hrifin af létt­meti

Tók það á þig til­finninga­lega að vinna verkið?

„Já, það tók á mig. Að sökkva sér niður í þetta efni er bara mjög á­takan­legt. Það þarf að fara mjög var­færnis­lega að því og það tekur á alla sem upp­lifðu þessa tíma að tala um þá. Það er alveg sama hversu náinn að­standandi, hversu mikið við­komandi var í bar­áttunni eða hvort hann var hjúkrunar­fræðingur, það eiga allir erfitt með að tala um þessa tíma.“

Eva ræddi meðal annars við ein­stak­linga með HIV sem lifðu af far­aldurinn. Hún segir um­fjöllunar­efnið vera á­takan­legt en mikil­vægt enda hefur HIV-far­aldurinn lítið sem ekkert verið gerður upp í list­heiminum hér á landi og þörfin sé mikil.

„Það dóu margir hlut­falls­lega á þessum tíma. Þetta var rosa högg fyrir alla og allt í kringum þetta var mjög á­takan­legt. Við­bragðs­leysið og ein­angrunin. Þetta er ekki beint létt­meti en ég er heldur ekki hrifin af létt­meti. Það sem var á­huga­vert er að það var svo mikil tenging, svo mikil fegurð og svo mikill styrkur í þessum sögum. Þannig að þetta er ekki bara sorg,“ segir Eva Rún og bætir því við að hún sé þakk­lát öllu fólkinu sem kom að verkinu, við­mælendum og þátt­tak­endum í Borgar­leik­húsinu.

Góða ferð inn í gömul sár er frum­sýnt í Borgar­leik­húsinu 4. febrúar og verður verkið að­eins sýnt fjórum sinnum.