„Engin kona ætti að þurfa að velja á milli fjöl­skyldunnar og ferilsins,“ segir Sara Björk Gunnars­dóttir í nýrri stiklu frá Puma, sem hyggst fylgja fót­bolta­konunni eftir á meðan með­göngu hennar stendur og þar til hún er mætt aftur á völlinn.

Sara Björk deilir inn­slagi Puma á Twitter síðu sinni. Þar segir hún á ensku að hún vilji sanna að það sé hægt að mæta aftur í at­vinnu­mennsku að ó­léttu lokinni.

„Það er ekki annað­hvort eða,“ skrifar Sara Björk. „Ég vonast til þess að verða konum inn­blástur til að gera þetta og sýna að það er val að þurfa ekki að kjósa á milli þess að eiga fjö­skyldu og at­vinnu­manna­ferilsins.“