Banda­ríski leikarinn Ste­ve Burton, sem leikið hefur í sápu­óperunni General Hospi­tal í tæp 30 ár, er búinn að fá sparkið og hefur leikið í sínum síðasta þætti.

Á­stæðan er sú að Burton neitar að láta bólu­setja sig gegn CO­VID-19 en fram­leiðandi þáttanna, ABC, hefur sett það sem skil­yrði að leikarar og aðrir í starfs­liði þáttanna gangist undir bólu­setningu.

Ste­ve byrjaði að leika í þáttunum árið 1992 og á þeim tæpu 30 árum sem eru liðin hefur hann leikið í tæp­lega 2.300 þáttum. General Hospi­tal er ein­hver lang­lífasta sápu­ópera sögunnar en hún hefur verið á dag­skrá frá árinu 1963.

Burton er ekki eini leikarinn í þáttunum sem hefur nú fengið sparkið því Ingo Rademacher, sem farið hefur með hlut­verk Jasper Jacks frá árinu 1996, var einnig rekinn af sömu á­stæðu.

Í færslu Burtons á Insta­gram sagðist hann standa fastur á því að fá ekki bólu­efni gegn CO­VID-19. Hann sagðist þó opinn fyrir því að snúa aftur í þættina ef krafa um bólu­setningu verður endur­skoðuð.