Lífið

Sápuóperan við hið konunglega brúðkaup

Eins og alþjóð, eða að minnsta kosti royalistar landsins, ættu að vita er brúðkaup aldarinnar á morgun. Í aðdraganda brúðkaupsins hefur alls konar vitleysa átt sér stað og vakið spurningar um málið – til að mynda þessar:

Harry Bretaprins og Meghan Markle. Getty Images

1. Hvernig tókst Höllinni að klúðra þessu svona?

Starfsfólk konungsfjölskyldunnar vinnur við að skipuleggja hluti eins og brúðkaupið en það má alveg segja að þau hafi klúðrað því að gera ráð fyrir fjölskyldu Meghan og ráðast í ákveðnar aðgerðir til að friða hana.

2. Af hverju gúglaði enginn fjölskyldu Meghan?

Hefði einhver gert það hefðu rauðir fánar strax poppað upp. Það hefði verið hægt að ráðast í aðgerðir til að halda meðlimum fjölskyldu hennar góðum í stað þess að eiturlyfjafíkillinn bróðir hennar væri að senda sturluð bréf til Harrys og svo framvegis.

3. Hvers vegna er fyrst núna verið að fljúga með móður Meghan til Bretlands?

Hún hefði átt að vera löngu komin til Bretlands til að taka þátt í öllu heila klabbinu.

4. Af hverju er einungis tveimur úr fjölskyldu Meghan boðið?

Þrátt fyrir að fjölskylda Meghan sé í smá köku þá ætti nú konungsfjölskyldan alveg að þekkja skrítnar fjölskylduaðstæður og kunna á svoleiðis dæmi.

5. Hvers vegna eru frændur hennar hunsaðir?

Föðurbræður Meghan fá ekki boð – annar þeirra er biskup í eigin kirkju og hinn fyrrverandi diplómati fyrir Bandaríkin, þannig að þeir hljóta að vera nokkuð virðulegir menn.

6. Hví í ósköpunum hefur Harry aldrei hitt pabba hennar?

Maður sem ferðast jafn mikið og hittir jafn mikið af alls konar fólki og Harry ætti nú að geta tekið sér smá tíma í að hitta tengdaföður sinn.

7. Hvenær hitti Meghan pabba sinn síðast?

Hefði ekki verið hægt að koma honum til Bretlands í smá undirbúning?

8. Af hverju er æskuvinum Harrys ekki boðið í herlegheitin?

Fullt af frægu fólki, eins og Spice Girls, er boðið en ekki vinum Harrys. Það er undarlegt.

9. Hvers vegna hafa Harry og Meghan ekki hjálpað pabba hennar?

Fyrst þau eru svo ótrúlega mikið fyrir að hjálpa fólki með andleg vandamál, af hverju hafa þau ekki hjálpað pabba hennar sem glímir við andleg vandamál?

10. Og til hvers að halda stórt brúðkaup ef þau hata innrás í einkalíf sitt?

Harry hefur lengi talað um hvað hann þolir ekki allt umstangið í kringum líf hans sem fylgir því að vera konungborinn – en samt sem áður ætla þau að halda risastórt brúðkaup.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Kostnaður af lélegri svefnheilsu á við nýtt sjúkrahús

Lífið

Þörf fyrir fræðslu um svefn í skólum

Lífið

Skúli Mogen­sen og Gríma Björg á Sálna­safni

Auglýsing

Nýjast

Breyting á klukku myndi bæta svefn

Fimm hlutu Fjöru­verð­launin í Höfða

Kitla Ari­önu fyrir nýjasta lagið vekur blendin við­brögð

Gefur vís­bendingar um bar­áttuna gegn Thanos

Eddi­e Murp­hy mætir aftur sem afríski prinsinn

Fræga fólkið í dag og fyrir tíu árum

Auglýsing