Krakkar á Leik­skóla Sel­tjarnar­ness reyndust ansi sann­spáir vegna gossins í Geldinga­dölum síðasta haust þegar þau byggðu full­komið líkan af eld­gígunum sem þau gáfu Jarð­vísinda­stofnun Há­skóla Ís­lands að gjöf. Magnús Tumi Guð­munds­son, jarð­eðlis­fræðingur, tók á móti krökkunum síðasta haust og segir aug­ljóst að frá­bært fræðslu­starf sé unnið á leik­skólum landsins.

Jarð­vísinda­stofnun Há­skólans gerir líkanið að um­fjöllunar­efni sínu í Face­book færslu. „Haustið 2020 fékk Jarð­vísinda­stofnun að gjöf þetta glæsi­lega eld­fjall frá leik­skóla­börnum á Sel­tjarnar­nesi sem þau kölluðu Eld­d­emantinn. Börnin hafi verið ansi sann­spá og mótað full­komið líkan af eld­gígunum í Geldinga­dal.
Hraunið mætti kalla demanta­hraun.“

Nemendur í leikskóla Seltjarnarness.

Þar segir enn­fremur að verið sé gert úr hænsna­neti, pappa­massa, vegg­fóðurslími, dag­blöðum og málað með akrýl­málningu. Magnús Tumi segir ljóst að það sé unnið frá­bært fræðslu­starf á leik­skólum landsins. Það hafi verið frá­bært að taka á móti krökkunum.

„Ég sýndi þeim meðal annars myndir frá Eyja­fjalla­jökli og Gríms­vatnar­gosunum, þar sem hestar og kindur lentu í vand­ræðum og sagði þeim svo frá mús sem að við hittum í Þor­valds­eyri eftir að aska lagðist þar yfir allt í Eyja­fjalla­jökuls­gosinu og bjó til svona pínu­litla sögu um músina og þetta var það sem náði al­gjör­lega tl krakkanna,“ segir Magnús. Músin hafði verið búin að týna holunni sinni.

„Og kom þarna hlaupandi til okkar. Mýs náttúru­lega forðast fólk og hunda en þarna kom hún hlaupandi. Þetta var dá­lítið sér­stakt augna­blik og ég sagði þeim frá þessu og þetta náði alveg til þeirra. Svo bjuggu þau til þetta eld­fjall sjálf og við komum ekkert að því að skil­greina hvernig það ætti að vera og þau bjuggu til dæmi­gerða mynd af frekar litlum klepragíg eins og hefur myndast þarna í Geldingar­dölum.“

Haustið 2020 fékk Jarðvísindastofnun að gjöf þetta glæsilega eldfjall frá leikskólabörnum á Seltjarnarnesi sem þau...

Posted by Jarðvísindastofnun Háskólans on Monday, 29 March 2021