Thomas Mark­le, faðir her­toga­ynjunnar Meg­han Mark­le segir sann­leikann um dóttur sína vera að koma í ljós. Mála­ferli Meg­han gegn breskum götu­blöðum standa enn yfir.

Eins og Frétta­blaðið hefur greint frá standa nú yfir réttar­höld vegna mála­ferla Meg­han gegn breskum götu­blöðum vegna birtingu á bréfum Thomas til hennar. Thomas lét orðin falla eftir að greint var frá því að Meg­han hefði sér­stak­lega rætt við fjöl­miðla­full­trúa sinn áður en hún sendi Thomas um­deilt bréf eftir brúð­kaup sitt árið 2018.

Fyrr­verandi fjöl­miðla­full­trúinn Jason Knauf lét af störfum hjá Meg­han í maí síðast­liðnum. Fyrst um sinn þver­tók hann fyrir að að­stoða bresk götu­blöð í málinu en snerist síðar hugur síðasta sumar.

Tóku þátt í gerð bókarinnar þrátt fyrir að hafa þver­tekið fyrir það

Lög­menn breska götu­blaðsins Mail on Sunday á­frýjuðu málinu eftir að hafa beðið ó­sigur í héraði gegn her­toga­ynjunni. Er vitnis­burður Knauf meðal þess sem blaðið nýtir sér nú.

Lýsir Knauf því nú hvernig hann skrifaði bréfið til Thomasar með Meg­han. Segir hann að Meg­han hafi sér­stak­lega beðið hann um að á­varpa Thomas sem „pabba“ í bréfinu vegna þess að það myndi hljóma betur og „toga í hjarta­strengi“ yrði því lekið.

Í 23 blað­síðna langri yfir­lýsingu frá Knauf segir einnig að Harry og Meg­han hafi tekið hann á tal og leið­bent honum um það hvað þau vildu að hann segði við höfunda bókarinnar Finding Freedom sem fjallar um hjónin. Harry og Meg­han hafa á­vallt þver­tekið fyrir að hafa tekið þátt í því að skrifa bókina.

„Loksins er sann­leikurinn að koma í ljós,“ segir Thomas Mark­le. „Guði sé lof fyrir Jason Knauf, ég væri til í að bjóða honum yfir og fara með honum á Sizzler, við gætum fengið okkur steik borðað kvöld­mat saman. Hann er svo sannar­lega að setja hlutina í rétt sam­hengi.“