Sann­kölluð sumarpara­dís er komin á sölu í ein­stöku sumar­húsi á 5800 fer­metra eignar­lóði með skógi, veröndum og heitum potti í Gríms­nesi.

Risa­stórir gluggar prýða húsið sem þýðir að þar innan­dyra er mikil birta og fegurð. Húsið er 89 fer­metrar að stærð og þar er að finna tvö svefn­her­bergi og auð­vitað gólf­hita, eins og fram kemur á fast­eigna­vef Frétta­blaðsins.

Gengið er út á pall í ein­stöku næði þar sem að sjálf­sögðu er að finna heitan pott. Næðið er ekki það eina heldur er bú­staðurinn líka frá­bær­lega vel stað­settur. Veitinga­staður er í göngu­fjar­lægð, golf­völlur í fimm mínútna aksturs­fjar­lægð og sund­laug einungis fimm­tán mínútum frá.

Mynd/Húsasalan
Mynd/Húsasalan
Mynd/Húsasalan
Mynd/Húsasalan
Mynd/Húsasalan
Mynd/Húsasalan
Mynd/Húsasalan
Mynd/Húsasalan
Mynd/Húsasalan
Mynd/Húsasalan
Mynd/Húsasalan
Mynd/Húsasalan
Mynd/Húsasalan
Mynd/Húsasalan
Mynd/Húsasalan
Mynd/Húsasalan