Óskars­verð­launa­hafinn Sandra Bullock segist ætla taka sér hlé frá leik­list og ein­beita sér að börnunum sínum. The Hollywood Reporter greinir frá.

„Ég er svo út­brennd. Ég er svo þreytt og ég er ekki fær um það að taka góðar á­kvarðanir og ég veit það,“ segir Bullock, en hún segist ekki vita hversu langt hlé hún mun taka frá leik­list.

Hún segir að hún hafi stöðugt verið að vinna og að hún hafi verið lán­söm, en það væri mögu­lega að verða vanda­mál.

„Þetta var eins og að opna stöðugt í­skáp og leita af ein­hverju sem var aldrei þar. Ég sagði við sjálfa mig að hætta þessu, vel­gengnin sem þú leitar af er ekki hér. Þú þarft ekki að vera sí­fellt að vinna til þess að skipta máli.“

Bullock hefur leikið í um fimm­tíu myndum á glæsi­legum ferli sínum og hlaut hún Óskars­verð­launin fyrir leik sinn í myndinni The Blind Side. Árið 2010 og 2014 var hún launa­hæsta leik­kona heims.