Hollywood leikarinn Samuel L. Jack­son kemur Mar­vel ofur­hetju­myndunum til varnar í nýju við­tali við banda­ríska miðilinn Varie­ty vegna um­mæla leik­stjórans Martin Scor­sese. Bendir hann á að ekki kunni allir heldur að meta kvik­myndir Scor­sese.

Til­efnið eru áður­nefnd um­mæli Scor­sese. Leik­stjórinn, sem leik­stýrt hefur klassískum myndum eins og Goodfellas, sagði að hann hefði reynt að horfa á Mar­vel ofur­hetju­myndirnar en gefist upp. Myndirnar væru hrein­lega ekki kvik­myndir.

„Ég horfi ekki á þær. Ég reyndi, skiluru? En þetta er ekki bíó. Það næsta sem ég get líkt þeim við, miðað við hve vel þær eru gerðar, með leikara sem reyna sitt besta miðað við kring­um­stæðurnar, eru skemmti­garðar. Þetta er ekki kvik­myndir um mann­verur að reyna að tjá til­finningar og sál­fræði­legar upp­lifanir sínar til annarra manneskja.“

Jack­son gefur ekki mikið fyrir skoðanir Scor­sese. Sjálfur fer hann með hlut­verk full­trúans Nick Fury í myndunum. „Ég meina, það er eins og að segja að Kalli kanína sé ekki fyndinn. Myndir eru myndir. Það elska ekkert allir hans dót heldur,“ segir Jack­son.