Hollenski um­boðs­maðurinn Kim Wa­genaar hefur verið bú­sett á Ís­landi í nokkur ár. Á þeim tíma hefur hún skapað sér nafn í ís­lenskri tón­listar­senu sem full­trúi tón­listar­fólks og um­boðs­maður. Hún hefur meðal annars unnið fyrir Damien Rice og Ólaf Arnalds, á­samt fjölda annarra.

Music Mana­gers Forum, sem skamm­stafast MMF, eru stærstu sam­tök um­boðs­manna tón­listar­fólks í heiminum. Sam­tökin miða að því að vera upp­lýsinga­veita og sam­fé­lag fyrir um­boðs­menn í faginu.

Opnunar­hóf Ís­lands­deildarinnar er í dag á KEX hostel klukkan 18.00 og eru allir vel­komnir. Í frétta­til­kynningu á síðu við­burðarins segir:

„Með því að stofna sjálf­stæða deild á Ís­landi með fyrir­mynd og stuðningi Bret­lands­deildarinnar verða með­limirnir hluti af al­þjóð­legu sam­fé­lagi á sama tíma og þeir styðja við sí­vaxandi sam­fé­lag um­boðs­manna á Ís­landi. Þá ljá sam­tökin ís­lenskum lista­mönnum rödd, hér á landi og víðar.“

Kim vill sameina íslenska tónlistarbransann.
Fréttablaðið/SigtryggurAri

Kim út­skýrir að í nú­verandi um­hverfi séu um­boðs­menn tón­listar­fólks á Ís­landi að vinna sem sjálf­stæðar eyjar og ekki sé sam­fé­lag utan um fagið með til­heyrandi stuðningi.

Hug­myndin að stofnun Ís­lands­deildar MMF kom til í upp­hafi árs þegar ÚTÓN stóð fyrir sam­ráðs­fundi um­boðs­manna. „Í fram­haldinu á­kváðum við að halda reglu­lega um­boðs­manna­fundi,“ segir Kim. „En fólk er mikið að túra og er rosa upp­tekið og því þurftum við vett­vang sem var stöðugur og við­varandi,“ segir hún.

Að stofnun MMF standa, auk Kim, þeir Nick Know­les frá KxKn Mana­gement og Árni Þór Árna­son, um­boðs­maður Ólafs Arnalds.

Auk MMF stendur Kim að stofnun Shesa­id.so á Ís­landi. Um er að ræða al­þjóð­leg sam­tök kvenna í tón­listar­iðnaði á Ís­landi. Kim vinnur að verk­efninu í sam­starfi við Hrefnu Helga­dóttur, Önnu Jónu Dungal og Kel­echi Amadi.

Að sögn Kim er mikil þörf á al­mennum sam­ráðs­vett­vangi kvenna og kyn­segin fólks í tón­listar­iðnaði, ekki ein­göngu sem snýr að tón­listar­fólki heldur einnig tækni­fólki, fjöl­miðla­fólki og þeim sem standa að um­boðs­mennsku.