„Konur Eru Konum Bestar er hugarfóstur nokkurra kvenna um það að konur verði að standa með hvor annarri. Ég og AndreA Magnúsdóttir höfum síðustu rúm 10 árin drukkið kaffi og pælt í því hvernig við getum nýtt kraftana okkar til þess að gefa af okkur þá orku sem við viljum sjá miklu meira af í okkar litla samfélagi. Loksins létum við verða af því árið 2017 þegar KEKB bolir fóru í sölu í fyrsta sinn.

Góðgerðarverkefni

Bolirnir eru góðgerðaverkefni sem styrkir mismunandi málefni hverju sinni og ber alltaf bera þessa mikilvægu setningu KONUR ERU KONUM BESTAR á sér. Letrið er íslensk hönnun Rakelar Tómasdóttur og Aldís Pálsdóttir er ljósmyndari teymisins - svo er það Nanna Kristín sem er ný power kona í okkar teymi. Við erum allar með eitthvað fram að færa, hver á sínu sviði og myndum því gott teymi þegar kemur að þessu verkefni,“ segir Elísabet Gunnarsdóttir eigendi Trendnet.is.

Elísabet Gunnars.jpg

„Við þurfum að vera komandi kynslóð fyrirmyndir og sýna dætrum okkar að samstaða kvenna er mikilvæg og að það sé pláss fyrir marga í klappliðinu, þannig gerum við heiminn að betri stað.“ Það er Kraftur stuðningsfélags ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra sem nýtur góðs af sölu bolanna.“ Annað kom ekki til greina að þessu sinni því við höfum allar orðið fyrir því óláni að horfa upp á ungar fjölskyldur kveðja síðustu misseri,“ segir Elísabet að lokum.