Á morgun verða haldnir tón­leikar á Gauknum til styrktar mál­efninu „Sam­staða er ekki glæpur.“ Þetta kemur fram í til­kynningu frá No bor­ders og Post-dreifingu.

Til­gangur tón­leikana er að safna fyrir máls­kostnaði þeirra Bor­ys Andrzej Ejryszew, Elín­­borgar Hörpu Önundar­dóttur, Hildar Harðar­dóttur, Hjálmars Karls­­sonar, Jónatans Victori Önnu­syni, Juliusi Pollux Rot­hla­ender og Kára Orra­­syni, sem hand­tekin voru í dóms­mála­ráðu­neytinu 2019 fyrir að ó­hlýðnast fyrir­mælum lög­reglu.

„Sak­fellt hefur verið í öllum málunum sem hafa nú þegar farið fyrir héraðs­dóm. Þannig hefur stjórnar­skrár­varinn réttur fólks til að mót­mæla verið hunsaður og himin­hár máls­kostnaður jafn­framt lent á sjö­menningunum.

Nú fyrr á árinu var haldið mynd­li­sta­upp­boð til þess að safna fyrir máls­kostnaði hópsins, en það gekk prýði­lega. Enn er þó tölu­vert í land og því þótti til­valið að slá til styrktar­tón­leika, sér­stak­lega þar sem létt hefur verið á tak­mörkunum og bærinn allur að vakna til lífsins,“ segir í til­kynningunni.

Tón­leikarnir verða haldnir á Gauknum annað kvöld klukkan 20:00 en húsið opnar kl. 19:00. Tón­leikarnir eru á vegum No bor­ders og Post-dreifingar. Hljóm­sveitirnar sem koma fram eru Super­sport, Skoffín og BSÍ, en Julius – einn mót­mælendanna sjö – er annar með­limur BSÍ.