Hundurinn Sam­son er loks kominn heim til eig­enda sinna, þeirra Dor­rit Mouissa­eff og Ólafs Ragnars Gríms­sonar, eftir langt og strangt ferli. Ólafur Ragnar greinir frá heim­komunni á Twitter síðu sinni í dag.

„Sam­son er loksins kominn heim og leikur sér í garði föður síns,“ segir Ólafur Ragnar á Twitter. Þar má sjá mynd af hinum lands­fræga Sam­son á­samt Dor­rit að leik í grasinu.

Sér­þjálfaður klón

Líkt og flestir ef­­laust vita er hundurinn klóni af hundinum Sámi en hjónin syrgðu hvuttann mjög þegar hann féll frá. Vakti það síðar mikla at­hygli þegar hjónin fengu fyrir­­­tæki í Banda­­ríkjunum til að búa til nýjan hund.

Þá vakti það ekki síðri at­hygli þegar Sámur kom í heiminn í októ­ber síðast­liðinn. Áður en Sam­son kom til landsins fór hann í sér­staka hunda­þjálfun í Aspen. Síðast­liðnar tvær vikur hefur hann dvalið á ein­angrunar­stöðinni í Reykja­nes­bæ en í dag lauk vist hans þar og er þar með langt ferða­lag heim loks á enda.