Hinn 23 ára gamli Bret­man Rock prýðir for­síðu Play­boy tíma­ritsins í októ­ber í­klæddur korsilett, háum hæla­skóm og kanínu­eyrum.

Venjan hefur verið að létt­klæddar og barm­miklar konur prýða for­síðu tíma­ritsins og ætla má að þetta sé í fyrsta skipti sem sam­kyn­hneigður karl­maður fær það hlut­verk. þetta kemur fram á frétta­vef CNN.

Rock sem ættaður er frá Filipps­eyjum starfar sem snyrti­vöru – á­hrifa­valdur á­samt því að vera með þátt á sjón­varps­stöðinni MTV.

„Það er stór­mál fyrir LGTB sam­fé­lagið að Play­boy sé með karl­mann á for­síðunni og fyrir mitt hörunds­dökka fólk er þetta svo súrrealískt," segir Rock á Insta­gram síðu Play­boy og bætir við að þetta sé bæði af­skap­lega fal­legt og í raun full­kom­lega ó­trú­legt.

Fyrsti karl­maðurinn til að prýða for­síðu tíma­ritsins var sjálfur Hugh Hefner, en var það birt eftir að hann lést. Rapparinn Bad Bunny sat fyrir árið 2020 þegar fyrsta net­út­gáfa blaðsins kom út.

Þá hafa fleiri karl­menn fengið það hlutverk en með konur sér við hlið sem dæmis Bruno Mars, Donald Trump og Ste­ve Martin.

Playboy tímaritið var stofnað árið 1953 af Hugh Hefner og var það sjálf Mari­lyn Mon­roe sem sat fyrir á fyrstu forsíðu tímaritsins.

Meðal annarra sem hafa hafa verið á for­síðuna eru þær Madonna, Drew Barrymor­e og Cin­dy Craw­ford, Kim Kar­dashian.

Fleir myndir má sjá hér.

BTS_16x9_V2.mp4 from jillian newman on Vimeo.