At­riði sem snéri að sam­kyn­hneigð var klippt úr nýjustu mynd um galdra­heim J.K. Rowling, Fantastic Beasts and Where to Find them: The Secrets of Dumbledor­e.

Hins vegar er að­eins um að ræða út­gáfu myndarinnar sem verður sýnd í Kína, en þar hafði at­riðið verið klippt út til að upp­fylla stað­bundnar kröfur.

Kemur þetta fram á vef BBC.

Sex sekúndur af myndinni sem snérust um ástar­sam­band milli karaktera í myndinni, Al­bus Dumbledor­e og Gellert Grindewald, voru klipptar út.

Árið 2007 hafði Rowling gefið út að Dumbledor­e væri í raun sam­kyn­hneigður og að hann og Grindewald höfðu átt í rómantísku sam­bandi.

Ekki hefur áður verið minnst á sam­kyn­hneigð Dumbledor­e í fyrri myndum um galdra­heiminn, en í nýju Fantastic Beasts eru línurnar „af því að ég elskaði þig“ og „sumarið sem ég og Gellert urðum ást­fangnir“.

Fram­leið­endurnir Warner Bros halda því samt fram að andi myndarinnar sé enn sá sami.

Sam­kyn­hneigð hefur verið lög­leg í Kína í meira en tvo ára­tugi, þrátt fyrir það eru hjóna­bönd sam­kyn­hneigðra ekki enn viður­kennd.