Hall­dóra Þór­dís Frið­jóns­dóttir hefur unnið sem hjúkrunar­fræðingur í tuttugu og fimm ár. Af þeim, vann Hall­dóra í sex­tán ár á Lækna­vaktinni en starfar í dag sem for­stöðu­maður Maríu­húss á­samt því að taka vaktir í síma­ráð­gjöf Lækna­vaktarinnar. Mikið álag er á hjúkrunar­fræðingum sem sinna ráð­gjöf þessa dagana en þeir skiptast á að taka allt að sex­tán klukku­tíma vaktir á hverjum degi.

„Já mikið rétt það er gífur­legt álag á heil­brigðis­starfs­fólk í landinu en það á við um okkur öll. Þó svo við séum í brenni­deplinum þegar kemur að ein­kennum, veikindum eða með­ferðum hjá skjól­stæðingum okkar snýst þetta um sam­stöðu heillrar þjóðar. Sam­hliða því að finna fyrir auknum ótta lands­manna þá finnum maður fyrir aukinni sam­stöðu. Eðli­lega, það er óttinn sem þjappar okkur saman og öll höfum við þörf fyrir kær­leika og þrífumst ekki vel án hans. Ég finn svo sterkt sem aldrei fyrr hvað þjóðin er full af ein­hug og styrk að takast á við þennan erfiða tíma­bundna vá­gest í sam­einingu. Allir hafa eðli­lega á­hyggjur af því sem verða vill bæði hjá sjálfum sér og sínum nánustu. Til­finningin um að öryggi sínu sé ógnað og van­mátturinn eykst. En ein­mitt þá er nauð­syn­legt að hlúa að sjálfum sér til að geta verið til staðar fyrir aðra,“ segir Hall­dóra í við­tali við Frétta­blaðið.

Þakklát fyrir að vera Íslendingur

Eftir þrettán klukku­tíma vakt í gær sat Hall­dóra meyr heima hjá sér. Hún segir margt hafa farið í gegnum hugann og hann hafi verið hjá mörgum af þeim sem hún talaði við í síma­ráð­gjöfinni á vakt sinni þann daginn.

„Þeirra sem hafa undir­liggjandi sjúk­dóma, þeirra sem hafa Co­vid-19 lík ein­kenni, þeirra sem eru með lang­veik börn, þeirra sem eru í sótt­kví/ein­angrun, þeirra sem eru mikið veikir heima fyrir, þeirra sem glíma við heilsu­farskvíða, þeirra sem eiga hvergi heima, þeirra sem búa er­lendis og hafa ekki tök á að koma heim og svo mætti lengi telja. Eftir 16 ár í síma­ráð­gjöf býr maður yfir reynslu af fugla­flensu, svína­f­lensu og mis­linga­fári svo dæmi séu tekin. En það sem ég upp­lifi svo sterkt núna sem aldrei fyrr er hvað þjóðin býr yfir miklum ein­hug og hvað allir eru að gera sitt besta í að­stæðunum sama hvert litið er og kær­leikurinn, maður minn!! Hann skín svo í gegn alls staðar. Fólk er að stappa stálið í hvort annað með alls­kyns ó­væntum upp­á­komum og gjaf­mildin er í há­marki. Í vikunni fram undan eru ýmist 8, 12 eða 16 tíma vaktir dag­lega. Ég mun taka á móti hverjum degi fagnandi og get lítið annað en vonað að ég hvorki lendi í sótt­kví né veikist. En þegar og ef það gerist mun ég taka á því þegar þar að kemur. Það sem ég er þakk­lát, auð­mjúk og stolt af ein­hvern veginn öllu og öllum alls staðar. Það sem ég er þakk­lát fyrir að vera Ís­lendingur og það sem ég er stolt af þjóðinni minni,“ skrifaði Hall­dóra í Face­book færslu sem hún birti í gær og gaf Frétta­blaðinu leyfi til þess að birta úr.

Gefumst aldrei upp þó á móti blási

Þá segist Hall­dóra aldrei hafa fengið jafn mörg hrós og þakkar­orð fyrir starf sitt eins og nú. Fólk þakki hjúkrunar­fræðingunum fyrir að vera til staðar, fyrir fram­lag þeirra til sam­fé­lagsins, fyrir að standa vaktina fyrir fólkið í landinu og margt fleira. Hún segir Ís­lendinga vera hjarta­þjóð, stút­fulla af náunga­kær­leik, hjálp­semi og sam­visku.

„Ég veit að næstu vikurnar munum við stappa stálinu í hvort annað með meiri augn­kontakt, brosi, alls kyns upp­á­komum og fal­legum orðum sem aldrei fyrr. Hvatningar­orðin gefa okkur svo mikið sem og hrósin. Ef það er eitt­hvað sem Ís­lendingar kunna þá er það að snúa bökum saman og koma okkur með elju, dugnaði og metnaði í gegnum erfiða og krefjandi tíma. Við fengum í vöggu­gjöf þann eigin­leika að við gefumst aldrei upp þó á móti blási. Per­sónu­lega langar mig að hrósa þjóðinni sem ég er svo lán­söm og þakk­lát fyrir að fá að til­heyra. Lag Sylvíu um árið ; „Til hamingju Ís­land með að ég fæddist hér“ á vel við núna. Hrósum hvort öðru fyrir bara allt. Hvort sem það er fyrir út­lit, lopa­peysu eða að sýna sam­fé­lags­lega á­byrgð með hand­þvotti, 2 metrum og virða sótt­kví og ekki bara þeim sem við þekkjum heldur bara öllum sem verða á vegi okkar. Mottó landsins næstu vikurnar er því klár­lega: „Mig langar að hrósa þér fyrir .........,“ segir Hall­dóra að lokum.