Sam­fé­lags­miðla­stjörnurnar Birgitta Líf, Kristín Péturs, Hildur Sif, Sunn­eva Einars, Ást­rós, Magnea og ein­hverjir makar skelltu sér til Vest­manna­eyja um helgina.

Á Insta­gram má sjá fjölda mynda af gleð­skapnum og ferðum sem þær fóru í um helgina en svo virðist sem þema helgarinnar hafi verið hvítt því á myndum úr partýinu klæðast þau öll hvítu.

Fyrir helgi birtu stúlkurnar myndir af drykkju­leik sem átti að fara fram um helgina og veltu margir því fyrir sér hvað LXS merkir en á spjaldi með leiknum stóð það stórum stöfum. Enn hefur sú ráðgáta ekki verið leyst en hér að neðan má sjá myndir sem þær deildu á sína samfélagsmiðla af gleði helgarinnar.

Skjáskot/Instagram
Skjáskot/Instagram
Skjáskot/Instagram
Skjáskot/Instagram