Svo virðist vera sem stærstu sam­fé­lags­miðla­stjörnur Ís­lands undir­búi nú risa­stóran gleð­skap um helgina. Þetta má sjá á Insta­gram síðu Birgittu Líf Björns­dóttur, sam­fé­lags­miðla­stjörnu og eig­anda Banka­stræti Club.

Það virðist sem þetta sé ein­hvers konar drykkju­leikur þar sem einn dálkur sýnir „Girls drin­k.“ Á Insta­gram síðu Birgittu má sjá glitta í vin­konur hennar og aðrar sam­fé­lags­miðla­stjörnur eins og Hildi Sif Hauks, Kristínu Péturs og Sunn­evu Einars. Allar eiga þær það sam­eigin­legt að vera með þúsundir fylgj­enda á sam­fé­lags­miðlum.

Undir­búningur skvísanna virðist fara fram á Kjarvals­stofu við Austur­völl. Ætla má að þær stöllur ætli sér í ein­hvers­konar drykkju­leik en það má sjá þær teikna dálka á blað, þar sem einn dálkur sýnir „Girls drin­k.“

Opnunar­tími skemmti­staða hefur verið styttur og mega staðirnir nú vera opnir til mið­nættis. Ó­víst er hvar skvísurnar ætla að djamma um helgina en ætla má að það verði á skemmti­stað Birgittu Lífar, Banka­stræti Club. Staðurinn opnaði fyrst dyrnar þann 1. júlí síðast­liðinn og hefur notið mikilla vin­sælda meðal sam­fé­lags­miðla­stjarna og má ætla að þar verði heljarinnar fjör um helgina.

Mynd/ Instagram
Mynd/ Instagram
Mynd/ Instagram