Sam­fé­lags­miðla­drottningin Sól­rún Diego nýtur lífsins þessa daga í Barselóna á Spáni með móður sinni Ernu Karen Sigur­björns­dóttur í til­efni af 50 ára af­mæli móður hennar.

Sól­rún gaf móður sinni ferðina í 50 ára af­mælis­gjöf og föndraði hún gjöfina með að­stoð barna sinna. Hún kom móðir sinni ræki­lega á ó­vart og flugu þær sam­dægurs út með flug­fé­laginu Play Air.

Sól­rún hefur verið dug­leg að deila myndum úr ferðinni á Insta­gram reikningi sínum. Hún birti mynd af taí­lenska veitinga­staðnum Boa Bao og sagði matinn þar vera topp þrír besti taílenski matur sem hún hafði smakkað. Þær röltu um mið­bæ Barcelona og nutu sólarinnar. Þá fór Sól­rún einnig í eitt stykki próf á meðan fríinu stóð sem hún tók á hótel herberginu.

Fallegt útsýnið af hótelinu.
Mynd/Instagram
Skálað með Sagrada Familia kirkjuna í bakgrunn.
Mynd/Instagram
Sólrún smart í sólbaði.
Mynd/Instagram
Sólrún í flottum hvítum kjól yfir sundfötin.
Mynd/Instagram